Innleiðing

Innleiðing

Frigg

Lesa meira

Lesa meira

Fyrsta skrefið í innleiðingunni er að innrita öll börn fædd 2019 í grunnskóla haustið 2025 í gegnum Frigg, í gegnum samræmda umsókn á Ísland.is.


Til að það gangi sem allra best er mikilvægt að þið fáið skýrar leiðbeiningar frá okkur um það hvernig

þið getið undirbúið innleiðingu á Frigg og svo Matsferli sem kemur strax í kjölfarið. Við viljum gera okkar besta en munum þurfa ykkar aðstoð við að undirbúa starfsfólk sem sinnir hlutverkum sem eru sérstaklega mikilvæg í ferlinu, klukka tengiliði hjá þjónustuaðilum, og tryggja aðgang að eigin kerfum sem eru hluti af breytingunni.

Allt þetta ár höfum við ásamt helstu hagaðilum unnið að því hörðum höndum að Frigg - nemendagrunnur verði tilbúinn þegar samræmd innritun í grunnskóla hefst 3. mars 2025, þvert yfir landið allt. Samstaða, eining og eftirvænting hefur einkennt allt starfið og það er þess vegna sem við erum að ná markmiðum okkar.


Nú er komið að frekari undirbúningi hjá sveitarfélögunum og erum við spennt að heyra frá ykkur varðandi það hvernig hann muni ganga.


Tilurð Friggjar gengur fyrst og fremst út á það að við getum mætt börnum betur og til þess að gera

það þurfum við sameiginlegan grunn sem heldur utan um barnið.


Eins og komið hefur fram þá mun Frigg gagnast ykkur afar vel við það verkefni að bæta yfirsýn yfir

stöðu skólamála sem er lykilatriði varðandi það mikilvæga verkefni að veita hverju barni

skólaþjónustu við hæfi. Að auki stuðlar Frigg að einfaldari, skilvirkari og gagnsærri stjórnsýslu með

tilheyrandi hagræðingu.

Allt þetta ár höfum við ásamt helstu hagaðilum unnið að því hörðum höndum að Frigg - nemendagrunnur verði tilbúinn þegar samræmd innritun í grunnskóla hefst 3. mars 2025, þvert yfir landið allt. Samstaða, eining og eftirvænting hefur einkennt allt starfið og það er þess vegna sem við erum að ná markmiðum okkar.


Nú er komið að frekari undirbúningi hjá sveitarfélögunum og erum við spennt að heyra frá ykkur varðandi það hvernig hann muni ganga.


Tilurð Friggjar gengur fyrst og fremst út á það að við getum mætt börnum betur og til þess að gera

það þurfum við sameiginlegan grunn sem heldur utan um barnið.


Eins og komið hefur fram þá mun Frigg gagnast ykkur afar vel við það verkefni að bæta yfirsýn yfir

stöðu skólamála sem er lykilatriði varðandi það mikilvæga verkefni að veita hverju barni

skólaþjónustu við hæfi. Að auki stuðlar Frigg að einfaldari, skilvirkari og gagnsærri stjórnsýslu með

tilheyrandi hagræðingu.

Lesa meira

Leiðbeiningar vegna undirbúnings fyrir innleiðingu

Frigg – nemendagrunnur

Sveitarfélögin eru á ólíkum stað hvað stafræna vegferð varðar. Í allri nálgun við hönnun á Frigg og vali á kerfi utan um Matsferil hefur verið gengið eins langt og hægt er til að auðvelda ykkur að nýta þau kerfi og verklag sem eru til staðar. Þannig er hægt að mæta hverju sveitarfélagi á þeim stað sem það er. Á sama tíma vinnum við þetta samkvæmt nýjustu stöðlum og tryggjum ítrustu sjónarmið varðandi öryggi og persónuvernd. Í því ljósi er ekki ólíklegt að einhver ykkar þurfi að gera meira en önnur til að mæta þeim kröfum.


Við höfum skilgreint lágmarksaðgerðir í högun sveitarfélags á sínu umhverfi þannig að það geti tengst og uppfyllt sínar skyldur. Mælt er með að sveitarfélögin hefji strax undirbúning með sínum upplýsingatæknideildum,

-sérfræðingum eða birgjum til að undirbúa innleiðingu á Frigg en því felst:

1. Uppsetning miðlægrar auðkenningar og aðgangsstýringa fyrir aðila sem vinna munu í Frigg 

2. Tenging skjalakerfis sveitarfélagsins við Frigg til að sækja umsóknir og afgreiðslu umsókna

3. Uppfærsla á upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins til að tengja umsókn á réttan stað

4. Uppfærsla á götum og skólahverfum sveitarfélagsins í íbúasýn sveitarfélaga

1.

Miðlæg auðkenning og aðgangsstýring

Í Frigg er boðið upp á tvenns konar auðkenningar og aðgangsstýringar og hvor leiðin er farin, fer eftir hvort sveitarfélagið notar í dag Active Directory/Entra eða ekki. Í síðara tilfellinu verður aðgangi stýrt í viðmóti Friggjar með rafrænum skilríkjum. Gera þarf ráð fyrir eftirfarandi hlutverkum í innleiðingunni miðað við ofangreindar forsendur: 


a) Active Directory/Entra


Í þeim tilfellum þar sem aðgangi starfsfólk í kerfi er stýrt í gegnum Active Directory/Entra, eða aðra sambærilega lausn, verður sveitarfélaginu afhent skema til innleiðingar á skilgreindum hlutverkum.


Lykilhlutverk við innleiðingu:

Tengiliður sveitarfélags hjá upplýsingatæknibirgja (þar sem við á)

Tæknistjóri sveitarfélags eða annar sá aðili sem sinnir aðgangi starfsfólks inn í kerfi sveitarfélagsins

Persónuverndarfulltrúi

Sviðsstjóri fræðslusviðs


b) Rafræn skilríki


Í þeim tilfellum þar sem sveitarfélag hefur ekki sett upp miðlæga auðkenningu og aðgangsstýringu í gegnum Active Directory/Entra, eða aðra sambærilega lausn, verður aðgengi stýrt í viðmóti Friggjar. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu byrjar á því að veita viðeigandi aðila innan sveitarfélags admin aðgang að kerfinu. Viðkomandi auðkennir sig síðan með rafrænum skilríkjum í viðmóti Friggjar. Þar mun viðkomandi admin stofna aðra notendur á vegum sveitarfélagsins. Þeir notendur auðkenna sig svo með rafrænum skilríkjum til þess að öðlast aðgang að Frigg. Það er því á ábyrgð þessara admin notenda að stofna aðganga og loka eftir atvikum.


Lykilhlutverk við innleiðingu:

Persónuverndarfulltrúi sveitarfélagsins

Sviðsstjóri fræðslusviðs

Skólastjórar


Kostnaður: 

Hér á ekki að falla til kostnaður.

2.

Tenging við skjalakerfi sveitarfélags

Skjölun á umsóknum sem verður til í Frigg verður í samræmi við lög um opinber skjalasöfn og er framkvæmd hennar á herðum hvers sveitarfélags fyrir sig í samræmi við þeirra innri ferla.


Hvert sveitarfélag tekur sjálft ákvörðun um hvort það sæki gögn og fylgiskjöl handvirkt þ.e. með því að hlaða þeim niður og vista í eigin skjalakerfi, eða með því að nýta vefþjónustutengingu við Frigg þannig að skráning þeirra og vistun í skjalakerfi sé sjálfvirk með réttum ábyrgðaraðilum og verkliðum


Mikilvægt er að benda á að gögn og fylgiskjöl fara annað hvort til skólaskrifstofu eða skólastjóra, eftir

því hverjir innri ferlar sveitarfélags eru. Eftir sem áður þurfa þau í báðum tilfellum, lögum samkvæmt,

að enda í skjalakerfum til varðveislu. 


Lykilhlutverk við innleiðingu

Skjalastjóri

Sviðsstjóri fræðslusviðs

Skólastjórar

Þjónustuaðili þess upplýsinga- og skjalakerfis sem sveitarfélagið notar


Kostnaður

Kostnaður sem kann að falla til vegna tengingar Friggjar við skjalakerfi veltur annarsvegar á því hvort skjalakerfi hafi þegar verið innleidd í starfsemi grunnskólanna, eða einungis á skrifstofur sveitarfélags. Hér kann því að falla til kostnaður vegna viðbótarleyfa fyrir nýja notendur.


Ef svo ólíklega vill til að sveitarfélag hefur ekki sett upp Strauminn (X-road) til öruggra gagnasamskipta milli Ísland.is, opinberra stofnana og sveitarfélags, þá getur fallið til kostnaður við uppsetningu sem mun nýtast í aðra stafræna þjónustuumbreytingu.


Borga þarf fyrir tengingar við vefþjónustu. Hversu hár hann kann að vera veltur á samningi sem

sveitarfélagið hefur gert við sinn þjónustuaðila og fjölda klukkutíma sem þjónustuaðili tekur til

verksins. Hér skiptir undirbúningur sveitarfélags máli.

3.

Uppfærsla upplýsinga á heimasíðu

Á heimasíðum sveitarfélaga er að finna upplýsingar um skóla sem sveitarfélagið starfrækir. Þar er líka að finna upplýsingar hvernig á að sækja um skóla fyrir börn sem eru að hefja skólagöngu eða flytjast á milli skóla. Mikilvægt er að þessar upplýsingar verði uppfærðar og vísað á innritun á Ísland.is.  


Uppfærsla upplýsinga á þjónustuvef sveitarfélags er fjórþætt:


1. Skipta þarf út núverandi umsókn í íbúagátt sveitarfélags, þjónustuvef sveitarfélags

2. Skipta þarf út núverandi umsókn á vef grunnskólans fyrir umsókn á Ísland.is.

3. Uppfæra upplýsingar á þjónustuvef sveitarfélagsins um hvaða umsóknir eru aðgengilegar á

Ísland.is

4. Tryggja að í þeim upplýsingapóstum sem sendir eru á foreldra til undirbúnings á innritun í

grunnskóla séu uppfærðar upplýsingar.


Lykilhlutverk við innleiðingu

Þjónustustjóri, verkefnastjóri stjórnsýslu eða annar aðili með aðgang að þjónustuvef

Skjalastjóri

Sviðsstjóri fræðslusviðs

Skólastjórar og/eða verkefnastjóri með aðgang að vef skólans

Leikskólastjórar

Þjónustuaðili þeirrar íbúagáttar sem sveitarfélagið notar


Kostnaður

Kostnaður sem kann að falla til vegna þessara breytinga veltur á þeim samningi sem sveitarfélagið hefur gert við sinn birgja og fjölda klukkutíma sem sá aðili tekur til verksins þ.e. tímanum sem tekur að aftengja eldri umsóknir og setja inn tengil á vef Ísland.is. Þá kann að falla til innri kostnaður vegna starfsmanns sem uppfærir upplýsingar á þjónustuvef sveitarfélagsins sem og vefsíðu grunnskóla.

4.

Uppfærsla á Íbúasýn – skólahverfi

Þegar barn er innritað í grunnskóla hefur það verið skráð í skóla út frá lögheimili. Það felur í sér að um er að ræða sjálfvirka tengingu barns við skólahverfi og þann skóla sem barn innritast í.


Forsjáraðili þarf að staðfesta þann skóla á sama tíma og umsókn er útfyllt. Forsjáraðilar eiga þess líka kost að velja annan skóla fyrir barnið sitt í sínu sveitarfélagi.


Til að þessi sjálfvirknivæðing varðandi það að tengja skóla saman við lögheimili gangi eftir mun Frigg sækja upplýsingar um barn í Þjóðskrá og höfum við valið Ferli ehf. sem miðlara Þjóðskrárgagna. Er þetta vegna þess að Ferli þjónustar sveitarfélögin þegar með Íbúasýn og eru upplýsingar um skólahverfi hluti af samningum þeirra á milli.


Sveitarfélögin þurfa að tryggja að gögnin þeirra í Íbúasýn séu uppfærð. Það þýðir að uppfæra þarf götuskrá, hverfaskrá og skólahverfaskrá, hafi það ekki verið gert með reglubundnum hætti undanfarin misseri.


Lykilhlutverk við innleiðingu

Skipulags- og/eða byggingarfulltrúi eða annar sá aðili sem hefur aðgang að Íbúasýn sveitarfélagsins

Sviðsstjóri fræðslusviðs

Verkefnastjórar fræðslumála


Kostnaður

Kostnaður sem kann að falla til vegna skólahverfa veltur á því hversu reglulega sveitarfélögin hafa uppfært skrárnar sínar, þ.a.l. hversu mikill tími þarf að fara í vinnu við uppfærslu.


Þá kann að vera að leyfiskostnaður falli til hjá þeim sem gera þurfa samning við Ferli en langstærstur hluti sveitarfélaga er í dag með virkan samning við fyrirtækið.

Næstu skref

Innleiðingin sjálf hefst um miðjan janúar með sameiginlegum fundi sem boðað verður til þann 20. janúar. Þá munum við fara yfir stöðuna hjá ykkur ásamt því að senda út ítarlegri leiðbeiningar. Einnig munum við fara yfir það hvernig við vinnum saman fram að 3. mars, þegar innritun hefst.


Ef frekari spurningar vakna má

einnig má hafa samband við okkur á frigg@midstodmenntunar.is.

Frigg - nemendagrunnur

Ekkert barn utan kerfis

Staðsetning

Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur

Sími

514 - 7500

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga 9-15

Föstudaga 9-12

Netfang

postur@mms.is

Miðstöð Menntunar og Skólaþjónustu 2024. Öll réttindi áskilin.

Frigg -

nemendagrunnur

Ekkert barn utan kerfis

Staðsetning

Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur

Sími

514 - 7500

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga 9-15

Föstudaga 9-12

Netfang

postur@mms.is

Miðstöð Menntunar og Skólaþjónustu 2024. Öll réttindi áskilin.

Frigg - nemendagrunnur

Ekkert barn utan kerfis

Staðsetning

Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur

Sími

514 - 7500

Opnunartími

Mánudaga til fimmtudaga 9-15

Föstudaga 9-12

Netfang

postur@mms.is

Miðstöð Menntunar og Skólaþjónustu 2024. Öll réttindi áskilin.